Dýrum hljómsveitargræjum stolið
Tilkynnt var um innbrot í iðnaðarhúsnæði í Njarðvík í gærdag en þar hafði hljómsveitargræjum að andvirði hálfrar milljónar króna verið stolið. Einnig var GPS staðsetningartækjum, tveimur talstöðvum og útvarpstæki stolið úr bifreið sem er í iðnaðarhúsinu. Lögreglan í Keflavík vinnur að rannsókn málsins.