Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 11. janúar 2001 kl. 23:52

Dýrt og erfitt verk

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður samgöngunefndar sagði að búið væri að ákveða að byrja framkvæmdir við tvöföldun á milli Kúagerðis og Hafnarfjarðar árið 2002.
„Þegar útboð opnast er hægt að sjá hversu hratt er hægt að vinna verkið en þetta er dýrt og erfitt verk“, sagði Árni og nefndi að um 8 þúsund rúmmetra af jarðvegi færi í tvöföldun á þessum vegarkafla.
„Verkefnið á réttri leið og það er unnið eins hratt og hægt er. Óskin er að verklok geti orðið 2004. Það er mæt ósk og háleitt markmið. Hvort að þetta tekst ræðst á seinni stigum málsins. Ég tek undir hugmyndina en við skulum halda ró okkar og vinna markvisst að flýtingu tvöföldunar Reykjanesbrautar eins og kostur er. Guð og lukkan fylgi okkur í þeim efnum.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024