Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 28. júní 2003 kl. 16:36

Dýrt að taka yfir rekstur Ratsjárstofnunar

Íslendingar þurfa að greiða rúman miljarð á ári fyrir rekstur Ratsjárstofnunar ef bandaríski flugherinn hættir að greiða fyrir reksturinn. Ratsjárstofnun aflar gagna um flugumferð yfir Íslandi og umhverfis landið og eru þau nýtt af Flugmálastjórn Íslands.Flugmálastjórn fær upplýsingarnar nú endurgjaldslaust.  Án þeirra getur flugmálastjórn ekki stjórnað alþjóðlegu flugi á íslenska flugstjórnarsvæðinu yfir Norður-Atlantshafi. Ríkisútvarpið greindi frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024