Dýrt að flytja Byrgið frá Rockville
Talið er að tugi miljóna kosti að hreinsa svæðið í kringum gömlu ratsjárstöðina Rockville á Suðurnesjum en varnarliðið skilar svæðinu til íslenskra stjórnvalda eftir hreinsun. Gerð verður úttekt á byggingum og svæðinu í kring. Íslensk stjórnvöld vilja að gömlu húsin í Rockville verði rifin en þau eru líklega einangruð með asbesti sem í dag er bannað í byggingum. Eins og komið hefur fram hefur þetta sett húsnæðismál meðferðarstofnunarinnar Byrgisins í uppnám. Forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins undraðist í fréttum um helgina, seinagang stjórnvalda við lausn á húsnæðisvanda heimilisins, en stjórnvöld vilja að heimilið flytji frá Rockville á Suðurnesjum fyrir 1. júní. Fyrirtæki og einstaklingar hafa gefið um 80 miljónir í uppbyggingu í Rockville en forstöðumaðurinn telur að það kosti um 300 miljónir að flytja í nýtt húsnæði. Stefnt er að því að Varnarliðið skili Rocvillesvæðinu aftur til Íslenskra stjórnvalda en það hefur staðið til í allnokkurn tíma.
Sturla Sigurjónsson skrifstofustjóri á Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins segir að gerð verði úttekt á ratsjárstöðinni og umhverfi hennar til að meta kostnað og umfang hreinsunarstarfsins. Talið sé að fyrst og fremst sé um að ræða niðurrif bygginga en matið geti þó leitt í ljós að það þurfi einnig að hreinsa upp jarðveg en hreinsunarstarfið verði þá dýrara að sama skapi.
Hann segir að fullyrðingar forstöðumanns Byrgisins um kostnað vegna flutnings meðferðarheimilisins séu ótímabærar og 300 miljónir sé stjarnfræðilega há upphæð og ólíklegt að kostnaðurinn sé eitthvað í þá veru. Hvað varði þær 80 miljónir sem varið hafi verið í endurbætur á húnsæðinu komi það skýrt fram í samningi við Byrgið að afla skuli skriflegra heimilda fyrir öllum endurbótum á húsnæðinu í Rockville og ekki verði um neina endurkröfu að ræða á hendur ríkinu vegna þeirra. Frá þessu var greint í Ríkisútvarpinu fyrir nokkrum mínútum.
Sturla Sigurjónsson skrifstofustjóri á Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins segir að gerð verði úttekt á ratsjárstöðinni og umhverfi hennar til að meta kostnað og umfang hreinsunarstarfsins. Talið sé að fyrst og fremst sé um að ræða niðurrif bygginga en matið geti þó leitt í ljós að það þurfi einnig að hreinsa upp jarðveg en hreinsunarstarfið verði þá dýrara að sama skapi.
Hann segir að fullyrðingar forstöðumanns Byrgisins um kostnað vegna flutnings meðferðarheimilisins séu ótímabærar og 300 miljónir sé stjarnfræðilega há upphæð og ólíklegt að kostnaðurinn sé eitthvað í þá veru. Hvað varði þær 80 miljónir sem varið hafi verið í endurbætur á húnsæðinu komi það skýrt fram í samningi við Byrgið að afla skuli skriflegra heimilda fyrir öllum endurbótum á húsnæðinu í Rockville og ekki verði um neina endurkröfu að ræða á hendur ríkinu vegna þeirra. Frá þessu var greint í Ríkisútvarpinu fyrir nokkrum mínútum.