Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dýrmætt fyrir Samkaup að fá tillögur til að gera betur
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 15. mars 2022 kl. 18:35

Dýrmætt fyrir Samkaup að fá tillögur til að gera betur

„Það er dýrmætt fyrir okkur að fá tillögur úr samfélaginu um hvernig við getum gert betur. Dótturfélag Kaupfélags Suðurnesja, Samkaup, rekur 65 verslanir um allt land. Það er ekkert fyrirtæki á Íslandi sem flytur eins mikið af vörum á eins marga staði og Samkaup. Þarna er heilmikil áskorun fyrir okkur að bæta  sem snýr að flutningi og meðhöndlun á vörum og að bæta hringrásarhagkerfið,“ segir Skúli Þ. Skúlason, stjórnarformaður KSK og vonast eftir góðum árangri í Hacking Reykjanes.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum í samstarfi við Hacking Hekla og öfluga aðila á Reykjanesi bjóða heimamönnum og öðrum landsmönnum á hugarflugsviðburð 17.-19. mars. til að móta hugmyndir og verkefni sem styðja við sjálfbæra framtíð svæðisins.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lausnamót er einskonar hugarflugsviðburður nýrra hugmynda og fer að mestu fram á netinu í gegnum samsköpunarlausnina Hugmyndaþorp. Á lausnamótinu verður markmiðið að vinna að sjálfbærri framtíð í nýtingu auðlinda á Reykjanesi og verða lagðar fram fjórar áskoranir í samstarfi við bakhjarla á svæðinu til að ná því markmiði.