Dýrbítur í Grindavík
Lögreglu var í gær tilkynt um dýrbít í Grindavík. Þar hafði hundur bitið kind. Er lögreglumenn komu á vettvang var hundurinn farinn en kindin var ekki mikið slösuð. Vitað er hver á hundinn og er málið í skoðun.
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í gær. Tveir voru teknir á Reykjanesbraut, sá fyrri mældist á 123 km en hinn á 122 km þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km. Sá þriðji var innannbæjar, en hann mældist á 58 km þar sem hámarkshraði er 30 km.
Einn ökumaður var kærður fyrir að akstur bifreiðar á nagladekkjum.
Þá var einn aðili handtekinn á skemmtistað í Reykjanesbæ með lítiðræði af amfetamíni. Hann var færður á lögreglustöðina við Hringbraut og sleppt að lokinni yfirheyrslu.
Haft var afskipti af þremur ungmennum á reiðhjólum en þau voru ekki með reiðhjólahjálm.