Dyravörður sýknaður af ákæru fyrir ofbeldi í Stapa en sakfelldur fyrir brot á vopnalögum
Tæplega þrítugur maður, forstjóri dyravarðaþjónustunnar Magnum-Security, sem annaðist dyravörslu á áramótadansleik í Stapanum í Njarðvík um þarsíðustu áramót, hefur verið sýknaður af ákæru sýslumannsins í Keflavík fyrir að hafa handjárnað þá nítján ára gamlan pilt fyrir utan Stapann og misþyrmt honum inni á salerni skemmtistaðarins.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að pilturinn hafi staðhæft fyrir dómi að ákærði hafi barið sig 5 til 10 þungum höggum. Dómurinn taldi hins vegar framburð piltsins um afleiðingarárásarinnar ekki samrýmast á neinn hátt lýsingu hans á árásinni og sýknaði því ákærða. Ákærði var hins vegar sakfelldur fyrir brot á vopnalögum með því að hafa flutt fjögur sverð með 65-90 cm löngu blaði inn til landsins sem hann setti upp á veitingastað í Keflavík. Sverðin voru gerð upptæk með dómi og ákærði sektaður um 35 þúsund krónur.