Laugardagur 19. mars 2005 kl. 12:47
Dyravörður með skurð á vör eftir hnefahögg
Rétt fyrir kl. 03 í nótt var óskað aðstoðar að Ránni en þar hafði dyravörður verið sleginn. Var sá sem það gerði fjarlægður af staðnum. Dyravörðurinn hafði hlotið lítinn skurð á vörina, að því er segir frá í dagbótarbroti lögreglunnar í Keflavík.