Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dýpkunarframkvæmdir í Grindavíkurhöfn hefjast í næstu viku
Miðvikudagur 30. júní 2004 kl. 11:28

Dýpkunarframkvæmdir í Grindavíkurhöfn hefjast í næstu viku

Dýpkunarframkvæmdir við Grindavíkurhöfn hefjast í næstu viku. Að sögn Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra verður aðstaða fyrir loðnuskip í vesturhöfninni dýpkuð.
Rólegt er á höfnum á Suðurnesjum á þessum tíma. Flestir bátar komnir í sumarstopp og segir Sverrir að rólegt verði á höfninni fram yfir verslunarmannahelgi.
„Það eru tveir Vísisbátar á sjó og tveir togbátar. Frystitogararnir Hrafn, Gnúpur og Hrafn Sveinbjarnarson eru einnig á sjó, auk þriggja báta sem eru á humri,“ sagði Sverrir í samtali við Víkurfréttir.

Loftmynd/Mats Wibe Lund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024