Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 13. nóvember 2001 kl. 10:16

Dýpkun hafin í Sandgerðishöfn

Síðasta vikar var heldur risjótt í Sandgerðishöfn að sögn hafnarstjóra þar. Alls komu um 300 tonn á land í miðri viku. Togskipin komu með 120 tonn og netabátar um 50. Línuskip og -bátar komu samtals með 130 tonn að landi en þar af var Kristinn Lárusson með 40 tonn eftir eina ferð og Sigþór með 20. Frekar dræm veiði hefur verið hjá netabátum að undanförnu en togarar komust lítið á sjó í síðustu viku sökum veðurs.
Í vikunnu voru hafnar framkvæmdir við dýpkun við Norðurgarð og vestur undir Norðurgarði. Dýpkunin mun bæta aðstöðu stærri loðnuskipa til mikilla muna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024