Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

DYE-5 svæðið verður hreinsað
Mánudagur 11. október 2010 kl. 11:44

DYE-5 svæðið verður hreinsað


Hreinsun er fyrirhuguð á DYE-5 svæðinu svokallaða í landi Sandgerðis. Svæðið var áður innan girðingar varnarsvæðisins. Þar sjá bæjaryfirvöld í Sandgerði fyrir sér áhugavert útivistarsvæði í framtíðinni.

Nafn svæðisins kom til af samnefndri fjarskiptastöð sem var aflögð árið snemma á 10.áratugnum. Á starfstíma hennar voru sett upp ýmis mannvirki á svæðinu, s.s. fjarskiptaskermar, loftnetsmöstur og húsbyggingar. Þessi mannvirki hafa öll verið rifin en eftir standa undirstöður, steypublokkir, kaplar, malbiksplön og vegslóðar.

Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóri í Sandgerði, var því lofað á sínum tíma að gengið yrði frá því landi, sem herinn hafði til notkunar, þannig að það yrði vel nýtilegt. Almenna verkfræðistofan hefur unnið fyrir Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar tillögur að því hvernig staðið skuli að hreinsun svæðsins og stendur til að bjóða verkið út á næstunni, að sögn Sigrúnar, sem telur að svæðið geti orðið hentugt til útivistar og náttúruskoðunar í framtíðinni. Þar eru t.d. gamlar þjóðleiðir sem hægt væri að stika og gera að áhugaverðum gönguleiðum.

Mynd - Horft yfir Dye-5 svæðið og næsta nágrenni úr Google Earth.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024