Dvalar- og atvinnuleyfi til rannsóknar
Rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur verið með til rannsóknar dvalar-og atvinnuleyfi 6 litháa sem hafa starfað hér á landi í gegnum íslenskan atvinnumiðlara sem mun reka fyrirtæki sitt bæði hér á landi og í Danmörku. Litháarnir höfðu fengið útgefið dvalar-og atvinnuleyfi í Danmörku sem rann út í sumar. Þeir komu hingað til lands í byggingarvinnu hjá byggingarverktaka í Reykjanesbæ í gegnum þennan atvinnumiðlara. Málið telst fullrannsakað og verður sent útlendingastofnun til afgreiðslu hvað varðar litháana. Þáttur íslendinganna verður sendur til afgreiðslu til Sýslumannsins í Keflavík.