Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

DV kokgleypti aprílgabb Víkurfrétta
Föstudagur 8. apríl 2005 kl. 11:26

DV kokgleypti aprílgabb Víkurfrétta

Blaðamaður DV kokgleypti aprílgabb Víkurfrétta sem birtist á vefsvæðinu vf.is fyrir réttri viku. Í síðasta laugardagsblaði DV er fréttinni slegið upp undir fyrirsögninni Spila bingó í bankanum, þar sem sagt er frá því að Keflvíkingar hafi tekið nýju númerakerfi í biðröðinni í Sparisjóði bæjarins með virktum og noti kerfið sér til skemmtunar meðan beðið er afgreiðslu. Þá segir að viðskiptavinir geti borið númer sitt saman við bingóspjald gjaldkera og geti unnið vinning ef númerin bera saman við bingóspjaldið.
Það upplýsist hér með að frétt um að viðskiptavinir SpKef geti spilað bingó í nýju númerakerfi í sparisjóðnum var uppspuni og skrifuð í tilefni af 1. apríl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024