Dúxaði með 9.2 í meðaleinkunn
Ungur Grindvíkingur, Páll Guðmundsson að nafni, náði þeim frábæra árangri að útskrifast úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja með 9,2 í lokaeinkunn. Hann var með hæstu meðaleinkunn allra sem útskrifuðust úr FS á haustönn sem leið og hlaut fjölda verðlauna fyrir árangur sinn í hinum ýmsu greinum. Þess má auk þess geta að Páll lauk námi sínu á þremur og hálfu ári í stað fjögurra eins og vant er.
Víkurfréttir tóku þennan unga og efnilega mann tali, en hann segir að þrátt fyrir góðan árangur hafi námið ekki heltekið hann. „Maður verður að leggja eitthvað á sig til að ná góðum árangri, en ég æfi fótbolta með Grindavík og þar eru æfingar fimm sinnum í viku á veturna og það tók mikinn tíma frá skólanum.” Páll segir aðspurður að hans besta fag sé stærðfræði og hann stefnir að því að hefja nám í verkfræði næsta haust. Fram að því ætlar hann hins vegar að taka sér frí frá skólagöngunni og mun starfa við byggingarvinnu.
Árangurinn og allar viðurkenningarnar sem féllu honum í skaut á útskriftinni eru ekki á færi hvers sem er, en Páll sagðist ekki hafa stefnt sérstaklega að því að dúxa. „Nei, það var ekki fyrr en í síðustu prófunum sem það fór að hvarfla að mér að það gæti gerst, en það kom mér engu að síður á óvart hversu mörg verðlaun ég fékk. Fólk sem þekkir mig getur staðfest að ég er ekki þessi dæmigerði dúx og ég er ekkert að stressa mig á titlinum. Það er gaman að þessu, en þetta er miklu meira gaman fyrir foreldana og afa og ömmur.”
Mynd/Oddgeir Karlsson
Víkurfréttir tóku þennan unga og efnilega mann tali, en hann segir að þrátt fyrir góðan árangur hafi námið ekki heltekið hann. „Maður verður að leggja eitthvað á sig til að ná góðum árangri, en ég æfi fótbolta með Grindavík og þar eru æfingar fimm sinnum í viku á veturna og það tók mikinn tíma frá skólanum.” Páll segir aðspurður að hans besta fag sé stærðfræði og hann stefnir að því að hefja nám í verkfræði næsta haust. Fram að því ætlar hann hins vegar að taka sér frí frá skólagöngunni og mun starfa við byggingarvinnu.
Árangurinn og allar viðurkenningarnar sem féllu honum í skaut á útskriftinni eru ekki á færi hvers sem er, en Páll sagðist ekki hafa stefnt sérstaklega að því að dúxa. „Nei, það var ekki fyrr en í síðustu prófunum sem það fór að hvarfla að mér að það gæti gerst, en það kom mér engu að síður á óvart hversu mörg verðlaun ég fékk. Fólk sem þekkir mig getur staðfest að ég er ekki þessi dæmigerði dúx og ég er ekkert að stressa mig á titlinum. Það er gaman að þessu, en þetta er miklu meira gaman fyrir foreldana og afa og ömmur.”
Mynd/Oddgeir Karlsson