DUUS HÚSIÐ Í GAGNIÐ Á ÞESSU ÁRI
Menningar- og safnaðarráð Reykjanesbæjar vill hefja framkvæmdir við Duus húsið sem fyrst og koma hluta hússins í notkun á þessu ári. Á fundi ráðsins þann 13. apríl sl. er lögð áhersla á að unnin verði framkvæmdaáætlun, kostnaðaráætlun og að ákveðinni lágmarksupphæð renni á hverju ári til enduruppbyggingar hússins. Á sama fundi voru veittir styrkir til fjögurra aðila, samtals að upphæð kr. 450 þúsund, en þremur styrktarbeiðnum hafnað.