Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dúndrandi stuð á Vodkakúrnum
Mánudagur 6. september 2004 kl. 14:35

Dúndrandi stuð á Vodkakúrnum

Uppselt var á leikritið Vodkakúrinn sem sýnt var í Frumleikhúsinu í gærkvöldi. Leikritið er samið af Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur eða Kikku eins og hún er jafnan kölluð. Leikritið fjallar um Eyju sem er að þreifa sig áfram með megrúnarkúra. Hún á í basli með elskhuga sinn sem hefur meiri áhuga á Caterpillarnum sínum en henni. Leikritið er í gamansömum tón með örlítið alvarlegum undirtóni og er það skoðun höfundar að megrunarkúrar virka ekki og séu frekar til að fita fólk en hitt.
Mikil og góð stemmning var á sýningunni í gærkvöldi en sýningin var einn af lokaviðburðum Ljósanætur 2004. Góður rómur var gerður að sýningunni, en með hlutverk fara Steinn Ármann Magnússon og Helga Braga Jónsdóttir. Leikstjóri er Gunnar Ingi Gunnarsson og er leikmynd og búningar í höndum Elínar Eddu Árnadóttur, en lýsingu hannar Björn Bergsteinsson.

Myndin: Steinn Ármann, Kristlaug, Helga Braga og Gunnar Ingi eftir sýninguna í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024