Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • DS afsali Garðvangi til Sveitarfélagsins Garðs
  • DS afsali Garðvangi til Sveitarfélagsins Garðs
Fimmtudagur 31. mars 2016 kl. 14:13

DS afsali Garðvangi til Sveitarfélagsins Garðs

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti í gærkvöldi samhljóða svohljóðandi bókun sem Bergur Álfþórsson bæjarfulltrúi lagið fram: „Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga leggur til að DS afsali eignarhlut sínum í Garðvangi til Sveitarfélagsins Garðs og felur fulltrúa sínum í stjórn DS að leggja fram tillögu þess efnis á næsta stjórnarfundi DS.“

Málefni Garðvangs hafa verið nokkuð til umfjöllunar síðustu misseri. Þar var rekið hjúkrunarheimili á vegum Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum til fjölda ára. Starfsemin á Garðvangi var svo lögð niður og heimilisfólk flutt á hjúkrunarheimilið að Nesvöllum í Reykjanesbæ.

Bæjaryfirvöld í Garði hafa lagt á það áherslu að á Garðvangi verði rekið hjúkrunarheimili. Ljóst er að ráðast þarf í kostnaðarsamar breytingar á húsakosti að Garðvangi svo þar verði aðstaða og aðbúnaður sem stenst kröfur dagsins í dag. Bæjaryfirvöld í Garði hafa einnig áréttað að skv. deiliskipulagi sveitarfélagsins sé gert ráð fyrir opinberri þjónustu á þeim reit þar sem Garðvangur stendur og því ekki inni í myndinni að húsakosti verði breytt í hótel eða gistiheimili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024