Drykkjum hellt yfir bílsæti og banana klínt um allt
Íbúi við Heiðarból í Keflavík kom að bílnum sínum í óskemmtilegu ástandi nú áðan. Búið var að hella kókómjólk í sætin og skólataska sem var í bílnum hafði verið tæmd og blöð út um allt. Þá hafði drykkjum verið hellt yfir skóladótið. Lausamunum í bílnum hafði einnig verið hent út um allt og banana klínt í sætin. Ekki er enn ljóst hvort munum var stolið.
Eigandi bílsins hafði skilið við bifreiðina kl. 02 í nótt og verið á vakandi til að verða 06 í morgun og því hafi skemmdarverkið verið unnið eftir þann tíma. Lögreglu hefur verið tilkynnt um málið og þeir sem hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir í Heiðarbóli í morgun hvattir til að hafa samband við lögreglu.