Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Drykkjarvöru frá Varnarliðinu í brettavís hent á haugana
Fimmtudagur 14. september 2006 kl. 19:37

Drykkjarvöru frá Varnarliðinu í brettavís hent á haugana

Miklu magni af ýmiskonar varningi frá Varnarliðinu í Keflavík hefur verið ekið til förgunar í sorpeyðingarstöðinni Kölku í Helguvík. Síðast í morgun var bílfarmi af gosdrykkjum og bjór komið til eyðingar.

Fulltrúar frá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli fylgjast svo með því að allt fari til spillis. Gosdósirnar og bjórflöskurnar fóru því allar sömu leið ofan í mulningsvél sem tryggði að ekki kæmist dropi í mennskan íslenskan maga.

Hins vegar flæddi gosið og bjórinn niður um niðurföll þannig að sætan ilm lagði um húsið sem öllu jöfnu lyktar af sorpi.

Enn sennilega væsir ekki um rallhálfar ræsisrotturnar þar sem bjórinn og gosið flæðir nú í gegn.

 

 

 

Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024