Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Drunur frá Eyjafjallajökli heyrast á Suðurnesjum
Miðvikudagur 5. maí 2010 kl. 11:35

Drunur frá Eyjafjallajökli heyrast á Suðurnesjum

Drunur, sem taldar eru koma alla leið frá Eyjafjallajökli, hafa heyrst á Suðurnesjum í nótt og í morgun. Tilkynningar hafa borist til almannavarna um drunur frá nokkrum stöðum á landinu.

Veðurstofan telur drunurnar líklega koma frá Eyjafjallajökli og berast svona langt vegna veðurskilyrða og raka í andrúmsloftinu. Verið er að kanna málið frekar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Eyjafjallajökull með sitt tignarlega eldgos á dögunum.


Víkurfréttamynd: Ellert Grétarsson