Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Drukknir á Reykjanesbraut
Miðvikudagur 27. maí 2015 kl. 11:29

Drukknir á Reykjanesbraut

Lögreglan á Suðurnesjum færði í gær ökumann á lögreglustöð þar sem hann gat ekki framvísað umbeðnum skilríkjum. Við nánari athugun kom í ljós að hann hafði margoft verið tekinn fyrir fíkniefnaakstur. Sýnatökur staðfestu neyslu hans á amfetamíni og ópíumblönduðu efni.

Þá voru tveir karlmenn, ökumaður og farþegi, handteknir eftir að lögregla hafði stöðvað bifreiðina sem þeir voru á, á Reykjanesbraut,  og grunur vaknað um ölvunarakstur. Mennirnir reyndust báðir verulega ölvaðir og voru færðir á lögreglustöð. Þar kom í ljós að sá sem sat undir stýri þegar lögreglu bar að hafði verið sviptur ökuréttindum með dómi í heimalandi sínu og var því sviptur í annað sinn nú. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu meðan þeir voru að ná áttum.

Loks voru höfð afskipti af ökumanni sem reyndist hafa neytt kannabisefna, amfetamíns og metamfetamíns, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024