Miðvikudagur 26. maí 2004 kl. 09:59
				  
				Drukkinn maður handtekinn í bílageymslu hótels
				
				
				
Í nótt tilkynnti afgreiðslustúlka á Flughóteli að óviðkomandi maður væri í bílageymslu hótelsins. Var maðurinn handtekinn þar sem hann var í kjallara hússins og búinn að ná sér í plastpoka með frosinni matvöru. Maðurinn var færður í fangageymslur og verður yfirheyrður þegar af honum rennur.