Drukkinn maður datt inn um hurð
Um síðustu helgi barst stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar boð um innbrot í fyrirtæki á Suðurnesjum. Öryggisvörður var kominn á staðinn örskotsstundu síðar og hitti þar fyrir dauðadrukkinn mann sem enga skýringu gat gefið á ferðum sínum aðra en þá að hann hafi rekist á hurðina og hún hafi hrokkið upp og hann dottið inn.Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að forráðamenn fyrirtækisins höfðu gleymt að læsa þegar þeir fóru úr vinnunni, en mundu eftir því að setja þjófavarnarkerfið á, segir á fréttavef mbl.is.