Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Drög að landaleigusamningi vegna metanólverksmiðju í Svartsengi
Mánudagur 5. október 2009 kl. 19:48

Drög að landaleigusamningi vegna metanólverksmiðju í Svartsengi

Japaninn K. C. Tran, forstjóri Carbon Recycling International, heimsótti Grindavík í morgun ásamt Andra Ottesen framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Fyrirtækið undirbýr metanólverksmiðju í Svartsengi og var tilgangur heimsóknarinnar að gera drög að landaleigusamningi við Grindavíkurbæ og Hitaveitu Suðurnesja. Skóflustunga að fyrsta áfanga metanólverksmiðjunnar verður tekin að öllu óbreyttu 17. október nk.

Metanólverksmiðjan breytir koltvísýringsútblæstri frá jarðvarmavirkjuninni við Svartsengi í metanól, fljótandi eldsneyti fyrir bíla og önnur faratæki. Þetta verður fyrsta verksmiðja sinnar tegundar í heiminum. Umhverfismat fyrir verksmiðjuna er þegar lokið og verksmiðjan er komin á deiliskipulag Grindarvíkurbæjar. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan taki til starfa í lok næsta árs. Í fyrsta áfanga þarf um 5 megavött af rafmagni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helstu aðstandendur CRI fyrirtæksins eru Landsbankinn, Olís, Hitaveita Suðurnesja, Mannvit, bandaríski fjárfestingasjóðurinn Focus Group, einnig eru einstaklingar á bak við fyrirtækið eins og Sindri Sindrason sem gegnir stöðu stjórnarformanns og Bjarni Ármansson sem einnig gegnir stjórnarsetu. Fyrir ráðgjafaráði fyrirtækisins eru Georg Olah, nóbelsverðlaunahafi í efnafræði 1994 og Þorsteinn Sigfússon, handhafi hinna rússnesku orkuverðlauna. Fyrirtækið var stofnað í mars 2006 af þeim Friðrik Jónssyni, Art Schullenberger, Oddi Ingólfssyni og KC. Tran.

Myndin var tekin á bæjarskrifstofum Grindavíkur í morgun. Frá vinstri: Ingvar Þ. Gunnlaugsson yfirmaður Tæknideildar Grindavíkurbæjar, K. C. Tran forstjóri Carbon Recycling International, Sigmar Eðvardsson sem situr í bæjarráði Grindavíkurbæjar og Andri Ottesen framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Carbon Recycling International.