Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Drög að fjárfestingarsamningi fyrir gagnaver á Ásbrú undirrituð
Föstudagur 23. október 2009 kl. 17:21

Drög að fjárfestingarsamningi fyrir gagnaver á Ásbrú undirrituð

Í dag voru í iðnaðarráðuneytinu árituð drög að fjárfestingarsamningi við Verne Holding ehf. um byggingu og rekstur gagnavers í Reykjanesbæ. Samningurinn kveður á um tímabundnar ívilnanir vegna fjárfestingarinnar hér á landi. Byggt var á fyrirmyndum í þeim fjárfestingarsamningum sem gerðir hafa verið vegna stóriðju á undanförnum árum.


Á næstunni mun iðnaðarráðherra leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp til laga um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ. Í frumvarpinu er  iðnaðarráðherra veitt heimild til að gera fjárfestingarsamning fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Verne Holding ehf. um byggingu og rekstur gagnaversins svo staðfesta megi samninginn, segir í tilkynningu frá Iðnaðarráðuneytinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024