Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Dró trillu til Sandgerðis
Laugardagur 11. desember 2004 kl. 14:43

Dró trillu til Sandgerðis

Hannes Þ. Hafstein, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, var kallað út klukkan fjögur í nótt eftir að 15 tonna trilla óskaði aðstoðar. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins í dag.

Trillan sem óskaði aðstoðar var með bilað stýri þar sem hún var stödd um 7 sjómílur norðvestur af Garðskaga. Ágætis veður var á þessum slóðum í nótt, hægur vindur og úrkomulaust og því engin hætta á ferðum. Hannes Þ. Hafstein dró trilluna inn til Sandgerðis en þangað var komið klukkan 7 í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024