Drengurinn sem varð fyrir bíl í Garðinum alvarlega slasaður
Ungi drengurinn sem ekið var á í Garðinum í gær er alvarlega slasaður og er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Drengurinn sem er átta ára gamall var á reiðhjóli á Heiðarbraut í Garði þegar ekið var á hann og kastaðist hann upp á vélarhlíf bílsins og lenti síðan með höfuðið í framrúðunni. Hann var með hjálm en hlaut þó mikið höfuðhögg og var fluttur á Landspítalann í aðgerð.Að sögn vaktlæknis á gjörgæsludeild hefur líðan drengsins verið óbreytt frá því í gærkveldi.