Sunnudagur 2. desember 2007 kl. 12:16
Drengurinn látinn
Fjögurra ára drengurinn sem varð fyrir bíl í Keflavík síðdegis á föstudag er látinn. Drengurinn lést á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi í gærkvöldi. Hann hét Kristinn Veigar Sigurðsson og var til heimils að Birkiteig 17 í Keflavík. Hann var fæddur í september 2003.