Drengur hafnaði í sjónum eftir sleðaferð á Berginu
Drengur sem var að renna sér á sleða í brekku við smábátahöfnina í Keflavík, féll í smábátahöfnina í Gróf. Hann náði að synda yfir að smábátabryggju og ná þar landi.
Drengurinn hafði verið að renna sér á snjósleða í brekku sunnan við Bakkaveg en ekki náð að stöðva sleðann áður en hann kom að varnargarði fyrir smábátahöfnina og lenti í sjónum.
Lögregla og sjúkralið voru kölluð til en áður en þau komu á vettvang höfðu nærstaddir ekið drengnum heim þar sem hann var kominn í heitt bað.
Myndin: Séð yfir smábátahöfnina og svæðið við húsinu á Berginu. Ljósmynd: Oddgeir Karlsson






