Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dreng bjargað úr sjálfheldu
Föstudagur 20. ágúst 2010 kl. 09:02

Dreng bjargað úr sjálfheldu


Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út um miðjan daginn í gær vegna drengs sem kominn var í sjálfheldu við Kleifarvatn. Drengurinn, sem er 10 ára gamall, var að príla í klettunum við Syðri-Stapa en komst ekki til baka. Hann var mjög yfirvegaður og settist niður á stórri grassyllu á meðan hann beið hjálpar.

Amma drengsins var með honum í för og hringdi eftir aðstoð. Aldrei var nein hætta á ferðum. Drengurinn, sem var orðin frekar skelkaður, komst svo niður stuttu eftir að björgunarsveitarmenn kom á staðinn. 

Mynd/www.grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024