Drekkhlaðinn eftir dagsveiðar
 Mikill erill var á Sandgerðishöfn þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti þar leið hjá fyrir helgi. Vel hafði fiskast á miðunum þann dag enda blíðskapaveður. Bátarnir voru að koma inn drekkhlaðnir eins og sjá má á myndunum. Sérstaka athygli vakti netabáturinn Kópur GK19 sem var mjög siginn að aftan enda var aflinn hátt í 9 tonn eftir daginn.  Kópur var á veiðum klukkutíma sjóleið frá Sandgerði og kúffylltist báturinn á stuttum tíma og vel gekk að landa.
Mikill erill var á Sandgerðishöfn þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti þar leið hjá fyrir helgi. Vel hafði fiskast á miðunum þann dag enda blíðskapaveður. Bátarnir voru að koma inn drekkhlaðnir eins og sjá má á myndunum. Sérstaka athygli vakti netabáturinn Kópur GK19 sem var mjög siginn að aftan enda var aflinn hátt í 9 tonn eftir daginn.  Kópur var á veiðum klukkutíma sjóleið frá Sandgerði og kúffylltist báturinn á stuttum tíma og vel gekk að landa.
Vf-myndir/Bjarni



 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				