Drekkhlaðinn af ýsu
Steini GK 45 kom í land fyrr í dag drekkhlaðinn af fallegri línuýsu.
Þegar ljósmyndara VF bar að garði var verið að landa aflanum og sagði skipstjórinn, Aðalsteinn Gíslason, að þetta myndi losa rúm fimm tonn.
Þeir voru á veiðum rétt út af landi, utan við Leirukletta, og komu herlegheitin á 32 fjögurra lóða bala. Bætti Aðalsteinn því við að það væri alveg við því að búast að fá ýsu á þessum slóðum, en hún hefði að ósekju mátt vera stærri.
Aflinn er unninn í Nesfiski í Garði og verður fluttur þaðan til kaupenda erlendis.
Þegar ljósmyndara VF bar að garði var verið að landa aflanum og sagði skipstjórinn, Aðalsteinn Gíslason, að þetta myndi losa rúm fimm tonn.
Þeir voru á veiðum rétt út af landi, utan við Leirukletta, og komu herlegheitin á 32 fjögurra lóða bala. Bætti Aðalsteinn því við að það væri alveg við því að búast að fá ýsu á þessum slóðum, en hún hefði að ósekju mátt vera stærri.
Aflinn er unninn í Nesfiski í Garði og verður fluttur þaðan til kaupenda erlendis.