Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Drekkhlaðinn af ýsu
Miðvikudagur 6. febrúar 2008 kl. 16:29

Drekkhlaðinn af ýsu

Steini GK 45 kom í land fyrr í dag drekkhlaðinn af fallegri línuýsu. 
Þegar ljósmyndara VF bar að garði var verið að landa aflanum og sagði skipstjórinn, Aðalsteinn Gíslason, að þetta myndi losa rúm fimm tonn.

Þeir voru á veiðum rétt út af landi, utan við Leirukletta, og komu herlegheitin á 32 fjögurra lóða bala. Bætti Aðalsteinn því við að það væri alveg við því að búast að fá ýsu á þessum slóðum, en hún hefði að ósekju mátt vera stærri.

Aflinn er unninn í Nesfiski í Garði og verður fluttur þaðan til kaupenda erlendis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024