Dregur úr vindi og léttir til á morgun
Austan 13-20 m/s í og rigning eða slydda með köflum við Faxaflóa í dag. Norðaustan 10-18 í kvöld og úrkomulítið en dregur úr vindi og léttir til á morgun. Hiti 1 til 5 stig yfir daginn, segir í veðurspá Veðurstofu Íslands.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 10-18 m/s og rigning með köflum. Heldur hægari í kvöld og úrkomuminna. Norðaustan 5-10 og léttir til á morgun. Hiti 1 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðan og norðaustan 10-18 m/s, hvassast N-til. Þurrt á S- og SV-landi, annars slydda eða snjókoma en rigning A-lands síðdegis. Hiti um og undir frostmarki, en 1 til 5 stiga hiti við S- og A-ströndina.
Á laugardag:
Norðaustanátt, víða 10-15 m/s. Léttskýjað SV-lands, annars slydda eða snjókoma en rigning austast. Úrkomuminna síðdegis. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag og mánudag:
Austlæg átt, skýjað með köflum og sums staðar él við ströndina. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, fyrst S- og V-lands.