Dregur úr vindi í kvöld og nótt
Norðanátt, víða 13-18 m/s, en 18-23 SA-til. Éljagangur eða snjókoma N- og A-lands, en annars léttskýjað. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu í dag. Norðan og norðaustan 8-15 á morgun, hvassast A-lands. Él víða um land, en bjart S- og V-til. Frost 0 til 10 stig, minnst syðst.
Faxaflói
Norðanátt, víða 13-18 m/s og bjartviðri, en hvassir vindstrengir við fjöll. Dregur úr vindi í kvöld og nótt, norðaustan 8-13 á morgun. Frost 0 til 8 stig, minnst við sjávarsíðuna.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðan 10-15 m/s, en hvassara á Kjalarnesi. Hægari undir kvöld. Norðaustan 8-13 á morgun. Bjartviðri og frost 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðanátt, víða 13-18 m/s og snjókoma, en þurrt sunnantil á landinu. Frost yfirleitt á bilinu 7 til 15 stig.
Á föstudag:
Ákveðin norðaustanátt með snjókomu eða éljagangi, en þurrt SV-lands. Frost 0 til 10 stig, mildast við suðaustur- og austurströndina.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Norðaustanátt og éljagangur á norðan- og austanverðu landinu. Frost 0 til 7 stig.