Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dregur úr vindi í kvöld
Fimmtudagur 1. september 2011 kl. 09:16

Dregur úr vindi í kvöld


SA 8-15 og rigning eða súld með köflum við Faxaflóa en dregur smám saman úr vindi í kvöld. Austlæg átt 5-10 á morgun. Hiti 9 til 15 stig.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og dálítil súld eða rigning í dag, heldur hægari austlæg átt á morgun. Hiti 10 til 14 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Suðaustlæg átt 5-10 m/s en norðaustan 5-10 um landið norðvestanvert. Rigning sunnan- og austanlands, en annars rigning með köflum. Hiti 9 til 16 stig.

Á sunnudag:Norðaustan 5-10 m/s norðvestantil, en annars hægari suðaustlæg átt. Dálitlar skúrir og milt í veðri.

Á mánudag: Suðaustlæg átt 5-10 m/s. Víða rigning, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 15 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir austlæga átt með vætu víða um land. Kólnar lítið eitt.