Dregur úr vindi í kvöld
Í morgun var suðlæg átt, víða 5-10 m/s, en hvassari á stöku stað. Skýjað eða skýjað með köflum og skúrir sums staðar vestantil. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast á Siglufirði og Eskifirði.
Yfirlit
Á SV-verðu Grænlandshafi er hægt minnkandi 988 mb lægð sem mjakast NA. Yfir Norðursjó er 1035 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Vaxandi suðvestanátt með rigningu vestantil, 10-18 m/s krignum hádegi. Hvessir einnig norðanlands og austan þegar líður á daginn, en þurrt að kalla. Dregur smám saman úr vindi seint í kvöld, fyrst vestantil. Suðvestan og vestan 5-10, skýjað og úrkomulítið um landið vestanvert á morgun, en bjart veður NA- og A-lands. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA- og A-til.