Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dregur úr vindi
Föstudagur 1. desember 2006 kl. 09:49

Dregur úr vindi

Klukkan 6 var norðaustan átt 15-25 m/s norðvestantil á landinu, en sunnan 15-20 austantil. Rigning eða slydda, en úrkomulítið um suðvestanvert landið. Hiti 0 til 7 stig, svalast á Vestfjörðum.

Yfirlit
Við Síðujökul er kröpp 953 mb lægð, sem þokast norðnorðaustur og grynnist smám saman. Yfirlit gert 01.12.2006 kl. 09:06

Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi um landið norðvestanvert. Veðurhorfur: Norðaustan hvassviðri eða stormur um landið norðvestanvert og slydda, en heldur hægari í nótt og á morgun og él. Suðlæg átt 13-18 m/s austantil og rigning með köflum, en lægir í dag og styttir upp síðdegis, vestlæg átt 5-10 á morgun og hálfskýjað. Annars hægari vindur og úrkomulítið. Hiti 0 til 6 stig í dag, en í kringum frostmark á morgun.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Minnkandi norðan og norðaustan átt, 8-13 með kvöldinu, en heldur hægari á morgun. Úrkomulítið og hiti 0 til 5 stig, en kringum frostmark í nótt og á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024