Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Dregur úr úrkomu síðdegis
Laugardagur 29. september 2007 kl. 11:12

Dregur úr úrkomu síðdegis

Veðurspáin gerir ráð fyrir suðaustan 10-15 m/s og súld eða rigningu, en hægara og úrkomuminna síðdegis. Hæg vestlæg átt og þurrt að kalla á morgun. Hiti 8 til 13 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:
Sunnan 10-15 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu, en úrkomuminna norðantil. Styttir upp með skúrum vestantil síðdegis. Hiti 8 til 14 stig.

Á þriðjudag:
Strekkings suðvestlæg átt og rigning með köflum sunnanlands, en hægari fyrir norðan og úrkomuminna. Heldur kólnandi.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Stíf sunnan og suðvestanátt og rigning sunnanlands, en skúrir vestanlands. Bjart á norðaustantil. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast norðaustantil.

Á föstudag:
Útlit er fyrir norðanátt með éljum og kólnandi veðri.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024