Dregur úr skjálftum
Skjálftahrinan sem hófst í gær norðaustan við Fagradalsfjall, um 4 km. suðvestur af Keili, stendur enn Þó hefur dregið úr skjálftum á síðustu klukkustundum.
Alls hafa mælst 12 skjálftar stærri en 3 á Richter. Alls hafa orðið 63 skjálftar stærri en 2 á Richter en alls hafa mælst um 400 skjálftar í heildina síðasta sólarhringinn.
Skjálftarnir eru flestir á miklu dýpi. Jarðskjálftar á þessum slóðum eru mjög algengir og á þessum stað hafa orðið nokkrar hrinur á undanförnum árum. Á þessum slóðum eru flekaskil þar sem mætast Ameríkuflekinn og Evrasíufleginn sem eru á reki hvor frá öðrum. Svæðið er einnig virkt eldgosasvæði en þarna gaus síðast fyrir um 800 árum síðan eða á sögulegum tíma í landnámi Íslands.