Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dregur úr skjálftavirkni við Grindavík
Fimmtudagur 15. júlí 2004 kl. 10:59

Dregur úr skjálftavirkni við Grindavík

Heldur hefur nú dregið úr smáskjálftum, sem staðið hafa yfir í og við Fagradalsfjall, á Reykjanesskaga, frá því á sunnudagseftirmiðdag, að sögn Þórunnar Skaptadóttur, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
Lítið var um skjálfta í nótt og í morgun og voru þeir sem mældust allir litlir. Segir Þórunn skjálftana nú fara dvínandi en ekki sé hægt að fullyrða um hvort að hrynunni sé lokið.

Upptök skjálftanna hafa verið norðan við Ísólfsskála á svæði sem nær frá Festarfjalli í suðri og norður í Fagradalsfjall og er um 8-10 km austnorðaustur af Grindavík. Virknin hófst vestast á þessu svæði, en hafði í gær færst til norðausturs, í átt að Kistufelli, en frá þessu er greint á mbl.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024