Dregur úr landrisi en skjálftavirkni að aukast
Ekkert landris hefur mælst við Þorbjörn síðan í gær en undanfarna daga hefur risið verið 3-4 millimetrar á dag og var orðið samtals um 3 sentimetrar í gær.
Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að það hefur hægt verulega á landrisinu. Skjálftavirknin hefur hins vegar aukist frekar en hitt, er haft eftir Benedikt Ófeigssyni, sérfræðingi í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofunni, á mbl.is.