Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dregur úr krafti eldgossins
Skjáskot: Live from Iceland
Mánudagur 25. mars 2024 kl. 11:14

Dregur úr krafti eldgossins

Svo virðist sem dregið hafi úr krafti eldgossins við Sundhnúk í nótt. Enn gýs þó úr fjórum gosopum en þeim fækkaði um helgina. Þetta kemur fram í nýrri færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands sem birt er á Facebook.

Hraun flæðir enn til suðurs og er Melhólsnáma nú orðin full af hrauni. Hraunið hefur ekki gert aðra atlögu að varnargarðinum norðan Grindavíkur né að Suðurstrandarvegi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heilt yfir virðist gosið vera hægt og bítandi að missa kraft og hefur gosóróinn fallið hægt síðustu vikuna, segir í færslunni.

Í spilaranum er streymi mbl.is frá eldgosinu.