Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dregur úr frosti á morgun
Fimmtudagur 1. mars 2007 kl. 09:17

Dregur úr frosti á morgun

Klukkan 8 í morgun voru NA 6 og 2ja stiga frost á Garðskagavita.
Klukkan 6 var norðlæg átt, yfirleitt 3-8, en hvassast 14 m/s á Stórhöfð og úti með austurströndinni. Él norðan- og austanlands en léttskýjað suðvestanlands. Frost var 2 til 12 stig, minnst á Vatnsskarðshólum en mest við Mývatn.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 3-8 og þykknar smám saman upp. Austan og Norðaustan 8-13 og snjókoma seint í kvöld og í nótt. Suðaustan 5-10 og stöku él á morgun. Frost 1 til 7 stig en víða frostlaust á morgun.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðaustan og austan 5-10. Él eða snjókoma vestantil á Suðausturlandi en annars skýjað að mestu en úrkomulítið. Snjókoma suðvestantil í kvöld. Austan 5-13 á morgun, snjókoma eða slydda suðaustantil, éljagangur norðaustantil en rofar til víða á vestanverðu landsinu. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum en víða frostlaust með suðurströndinni á morgun.

Mynd: Þessar einkennilegu skýjamyndanir mátti sjá við Faxaflóann síðdegis í gær.

VF-mynd: Ellert Grétarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024