Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dreginn til hafnar með veiðarfæri í skrúfunni
Mánudagur 28. október 2002 kl. 15:45

Dreginn til hafnar með veiðarfæri í skrúfunni

Netabáturinn Árni Óla ÍS var dreginn til hafnar í Sandgerði nú á fjórða tímanum í dag með veiðarfærin í skrúfunni. Báturinn var á netum í Faxaflóa þegar netin fóru í skrúfuna og því var kallað til aðstoðar björgunarsveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein var sent á vettvang ásamt systurbátnum Sigga Guðjóns.Netabáturinn var dreginn að Sandgerði. Utan við innsiglinguna var þorri þess sem báturinn hafði í skrúfunni skorinn í burtu og kafari er núna að ljúka við að skera úr skrúfu bátsins í höfninni í Sandgerði. Engin hætta var á ferðum og nokkuð gott í sjóinn, en gekk á mið dimmum éljum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024