Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dregið verði úr ljósmengun og verksmiðjan sett í jarðliti
Linde Gas ehf. í Vogum.
Mánudagur 1. maí 2023 kl. 06:32

Dregið verði úr ljósmengun og verksmiðjan sett í jarðliti

Fulltrúar frá Linde Gas ehf. sátu fund með skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga nýverið til að fara yfir fyrirhuguð framtíðaráform í sveitarfélaginu. Bæjaryfirvöld höfðu óskað eftir fundinum, m.a. á þeim forsendum að uppbygging félagsins hafi ekki verið í samræmi við það sem lagt var upp með í upphafi.

Afgreiðsla skipulagsnefndar er sú að nefndin þakkar aðilum Linde Gas fyrir góða og áhugaverða kynningu. Nefndin leggur áherslu á að dregið verði úr ljósmengun og verksmiðjan verði sett í jarðliti og falli betur að umhverfinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024