Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dregið úr úthaldi og aðgerðagetu vegna langvarandi náttúruhamfara
Ljósmynd: Árni Sæberg
Föstudagur 2. febrúar 2024 kl. 19:38

Dregið úr úthaldi og aðgerðagetu vegna langvarandi náttúruhamfara

Langvarandi og endurtekin atburðarrás náttúruhamfara við Grindavík hefur þegar dregið úr úthaldi og aðgerðagetu almannavarnakerfisins, samstarfsaðila, rekstraraðila mikilvægra innviða og hagaðila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

„Í fyrsta sinn í sögunni veldur langvarandi álag á björgunarsveitir því að ekki er unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Álagið er jafnframt farið að koma niður á viðbragðsgetu í öðrum aðgerðum,“ segir í tilkynningunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Að þessu sögðu þá hallar hvergi á samhug eða vilja almannavarnakerfisins og hagaðila varðandi stuðning við Grindvíkinga og framgang verkefna í þágu endurreisnar Grindavíkur,“ segja Almannavarnir.