Dregið úr skjálftum - varað við hellaskoðun
Dregið hefur úr skjálftahrinunni við Reykjanestá en enn mælast jarðskjálftar á svæðinu. Yfir 500 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að virknin hófst 15. febrúar.
Veðurstofan varar við hellaskoðun við Eldvörpin á Reykjanesskaganum. Gasmælingar þar í síðustu viku sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisskort í helli við bílastæði þaðan sem eru vinsælar gönguleiðir.