Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dregið hefur úr svifryksmengun
Mánudagur 2. apríl 2007 kl. 11:32

Dregið hefur úr svifryksmengun

Dregið hefur úr svifryksmenguninni í Reykjaneshöll eftir að farið var að ryksuga gervigrasið með nýjum búnaði sem keyptur var til verksins nýverið. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur gert tvennar mælingar eftir að búnaðurinn var tekinn í notkun og sýna þær greinilegan árangur.

Að sögn Magnúsar Guðjónssonar, heilbrigðisfulltrúa, stendur til að gera þriðju mælinguna eftir páska. Tvær hinar fyrri hafi sýnt árangur sem lofi góðu um framhaldið.
Magnús segir að einhvern tíma til viðbótar muni taka að hreinsa grasið svo vel sé, þar sem marga ára uppsafnað svifryk hafi verið sest í það.


Mynd: Frá Reykjaneshöll.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024