Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dreamliner þotan lent í Keflavík
Miðvikudagur 1. september 2010 kl. 13:41

Dreamliner þotan lent í Keflavík


Nýja Boeing 787 Dreamliner þotan lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun en hún er hingað komin til prófana í hliðarvindi. Keflavíkurflugvöllur hefur þótt hentugur til þess arna en margir mun eflaust efir ferlíkinu Airbus A380 sem kom hingað í sama tilgangi fyrir þremur árum. Sú flugvél vakti mikla athygli enda var stærsta farþegaþota heims þarna á ferðinni.

Heldstu ástæður þess að erlendir flugvélaframleiðendur leita hingað eru breytilegar vindáttir og sterkir vindar. Flugvellir hér eru lagðir þannig að brautir þeirra skarast og því er hægt að æfa á annarri brautinni með hliðarvindi á meðan hin brautin er í notkun.

Nýju Dreamliner vélarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en framleiðla á henni hefur tafist. Þetta er fyrsta nýja þotan frá Boeing í meira en áratug. Þetta er fyrsta tilraunaflug þotunnar utan Bandaríkjanna, en fyrstu þotur þessarar gerðar munu hefja áætlunarflug um áramót.
----

Mynd – Nýja Dreamliner þotan á Keflavíkurflugvelli í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024