Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Draumurinn lendir í kvöld
Föstudagur 11. nóvember 2016 kl. 14:20

Draumurinn lendir í kvöld

Antonov 225, Mriya, eða Draumurinn mun lenda á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Vélin kemur hingað frá Þýskalandi og mun, eftir að hún hefur tekið eldsneyti, halda áfram til Kanada.

Mriya var hér síðast árið 2014 en vélin, sem er frá Úkraínu, er stærsta flugvél heims, með sex hreyfla og getur flutt ofurþungan farm eða 250 tonn. Vélin er 84 metra löng, með 88 metra vænghaf og undir vélinni eru 32 hjól.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá vélina taka á loft frá Keflavíkurflugvelli árið 2014.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024